Það eru reiðstígar í gegnum Salarhverfi sem eru nánast ónotaðir. Hef búið í Salahverfi í 7 ár og get talið á fingrum annarar handar þau skipti sem hestafólk hefur átt leið um hverfið. Það er hinsvegar mjög mikið af fólki á hjólhestum á göngustígum hverfisins með tilheyrandi ónæði. Það væri mjög æskilegt ef það væri hægt að nýta þessa fínu reiðstíga fyrir hjólandi. Það væri síðan hægt að koma til móts við hestafólk með bættri aðstöðu þar sem það vill vera.
Geri ráð fyrir að bærinn myndi vinna með hestamönnum til að hrinda þessu í framkvæmd, hestmenn gætu þá gefið eftir stíga sem þeir nota ekki fyrir nýja stíga.
Menn eru á talsverðum hraða þarna niður brekkurnar á reiðhjólum. Skapar hættu fyrir fótgangangi. Það væri mikil bót í því að breyta reiðstígum í hjólastíga.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation