Ævintýraskógur – þarfnast aðhlynningar

Ævintýraskógur – þarfnast aðhlynningar

Ævintýraskógur er útikennslusvæði Kársnesskóla og Urðarhóls og fleirri leikskóla. Skógurinn hefur mjög látið á sjá í kjölfar framkvæmda við Kópavogstún. Það mætti bæta við gróðri og fjarlægja skemmdan gróður, gróðursetja ný tré, hlúa að þeim trjám sem þegar eru, gera svæðið í kringum eldstæðið skjólsælla og e.t.v. mynda þar skjól t.d. með því að tyrfa hringlaga hól í kring eða gera nokkurskonar opinn kofa. Best væri ef þetta yrði gert í samvinnu við skólana og garðyrkjudeild bæjarins.

Points

Megin hugmyndin er að gera svæðið meira aðlaðandi með lífrænum efnum (ekki steypu). Þar sem þetta er dýrmætt svæði þar sem hist er með kakó, poppað popp á eldstæði, bakaðar kökur og ymislegt fleira þá meigum við ekki tapa þessu svæði. Minni jafnframt á að Kársnesið er nær snautt af grænum svæðum og því nauðsynlegt að halda í ævintýraskóginn okkar. Skora hér með á garðyrkjustjóra að láta málið til sín taka og koma með flotta útfærslu!

Þessi hugmynd var kosin áfram af íbúum í íbúakosningum haustið 2016. Þær hugmyndir sem voru kosnar áfram verða framkvæmdar fyrir október 2017. Takk fyrir þátttökuna.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information