Uppbygging á Kársnesi verði færð á mannlegri skala

Uppbygging á Kársnesi verði færð á mannlegri skala

Horfið verði frá háhýsastefnu á Kársnesi og uppbygging verði í samræmi og sátt við það umhverfi sem fyrir er. Í vesturbæ Kópvogs er gamlagróin íbúðabyggð sem einkennist af ein- til fjórbýlishúsum. Byggja mætti smáar einingar fyrir ungt fólk og jafnframt fjölga sérbýlis einingum. Svæðið sem slíkt ber ekki háhýsi, né heldur er það skipulag sem íbúum hugnast.

Points

Með þessu móti yrði fjölgun íbúa ekki eins gríðarleg, umferðarvandamál yrði ekki eins mikið, nú þegar er vandamál í Kársnesskóla vegna fjölda nemenda og næsta vetur verða settar upp færanlegar kennslustofur. Ljóst er að skólarnir munu ekki taka við mjög auknum fjölda íbúa og þarf þá að byggja við þá á kostnað leiksvæðis barnanna. Kársnesið er snautt af grænum svæðum svo hvar eiga börnin okkar að vera ? Umferðarþungi og vandi honum tengdum sem fylgir þessum háhýsum hefur ekki verið leystur.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information