Bensíndæla við kópavogshöfn

Bensíndæla við kópavogshöfn

Full þörf er á bensíndælu við kópavogshöfn til að auka þjónustu við báta með bensínvélar sem nýta höfnina.

Points

Nú er einungis hægt að tanka litað diesel við höfnina, töluvert er af skemmtibátum með utanborðsmótora sem brenna bensíni, eigendur minni báta geta tankað 25 lítra tank sinn á bensínstöðvum og borið það svo út á flotbryggju, en stærri bátar, allir bátar frá Rafnar bátasmiðju, Hjálparsveit skáta í Kópavogi og þeir sem eru með stærri utanborðsmótora hafa ekki mögulleika á þessu og þurfa því að sigla 40 sjómílur fram og til baka í Snarfarahöfn í Reykjavík með tilheyrandi eyðslu á leiðinni.

Ef ætlunin er að gera höfnina vinsælli og auka umferð skemmtibáta og annara um hana er öll aukin þjónusta við bátaeigendur til þess fallin að laða fleiri að. Hægt er að ganga frá þessu á þann máta að mengunarhætta sé í lágmarki, en nú þegar er eldsneytisafgreiðsla þarna, því verður að teljast lítil aukning á hættu þó bætt sé við annari dælu með bensíni.

Ég tek undir með Heimi. Bensínkaup Rafnar ehf. á báta á þessu ári er nú þegar komin yfir 3000 L. Við þurfum að prófa alla báta fyrir afhendingu, þannig að ég geri ráð fyrir að bensínnotkun fari vaxandi. Einig er fyrirsjánaleg aukning í díselnotkunn á báta frá Rafnar ehf. Ég er sannfærður um að fleiri bátaeigendur eiga eftir að notfæra sér bensínafgreiðslu í Kópavogshöfn, þar nægir að horfa til þess að EINA bensínafgreiðsla í höfn á Íslandi er Snarfarahöfn.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information