Í brekkunni norðan við Kjarrhólma er einstaklega fallegt útsýni þar væri kjörið að setja niður bekk eða bekki því að þaðan er fallegt útsýni yfir dalinn og til fjalla. Bekkur eða bekkir kæmu að gagni bæði sumar og vetur þar sem brekkan er m.a. notuð á veturna sem skíða- og sleðabarekka. Einnig má benda á það að gott væri að setja gangstétt norðan við götuna þar sem margir sem eiga leið um svæðið ganga þar á grasinu (sem treðst niður) eða á götunni.Takk fyrir gott framtak.
Sjá texta í hugmynd
Þessi hugmynd var ekki kosin áfram af íbúum í íbúakosningu haustið 2016. Hægt er að fylgjast með framkvæmdum verkefna sem hlutu brautargengi í kosningu á heimasíðu Kópavogsbæjar. Takk fyrir þátttökuna.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation