Breytum Löngubrekku í botnlangagötu

Breytum Löngubrekku í botnlangagötu

Íbúar í Löngubrekku hafa þurft að lifa við það í fjölda ára að gatan er notuð sem tengibraut á milli Auðbrekku og Álfhólsvegar. Gatan var upprunalega hönnuð sem botnlangi frá Álfhólsvegi enda liggja húsnúmerin í átt að Hamraborg ólíkt öllum öðrum götum á svæðinu. Nú er búið að skipuleggja Auðbrekkusvæðið og á að fara að byggja þar tæplega 400 íbúðir. með auknum fjölda íbúa mun umferð aukast til muna í Auðbrekku og Löngubrekku. Langabrekka ber varla í d

Points

Þetta er öryggismál fyrir íbúa í Löngubrekku. Með aukinni íbúabyggð á Auðbrekkusvæði mun umferð um götuna aukast til muna. Gatan er einbreið og bílar þurfa að fara upp á gangstétt til að mætast. Mikið af barnafjölskyldum eru komnar í hverfið og bílar aka mjög hratt um götuna þó hún sé með 30km hámarkshraða. Mikið rennsli af umferð er þarna í gegn um þrönga íbúagötu sem ætti í raun að vera vistgata.

Mjög brýnt mál fyrir íbúa Löngubrekku

Þetta er auðvitað óhagræði fyrir íbúa Löngubrekku að fara alltaf upp á Álfhólsveg en er það svo mikið mál? Einhverjir fyrirtækjaeigendur á Auðbrekkusvæði gætu verið þessu mótfallnir vegna heftunar á umferð að sínu fyrirtæki, en það eru aðrar leiðir færar inn í hverfið. Nýja deiliskipulagið felur í sér bætta aðkomu inn á svæðið með breytingu á hringtorgi hjá Bónus

Þetta er mjög mikilvægt m.t.t. umferðaröryggis barna í Löngubrekku. Barnafjölskyldum hefur fjölgað mjög undanfarin ár í götunni. Gatan sjálf er illa farin vegna mikillar óþarfa umferðar sem liggur hér í gegn.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information