Vinabekkur (Buddy/Friendship Bench) á skólalóðir í Kópavogi

Vinabekkur (Buddy/Friendship Bench) á skólalóðir í Kópavogi

Um er að ræða bekk sem er settur á allar skólalóðir í Kópavogi. Hugsunin með vinabekk er að börn sem hafa engan til að leika við í útivist geta sest þar og fengið aðstoð eldri nemenda við að finna leikfélaga. Bekkirnir geta hvort sem er verið tilbúnir eða bærinn útvegar efnivið svo nemendur skólans geta smíðað hann og málað. Einnig er tilvalið að nemendur útbúi "reglur" um vinabekkinn á sinni lóð. Sjá t.d. http://www.cbc.ca/news/canada/saskatoon/buddy-bench-willowgrove-school-1.3505066

Points

Þetta er eitthvað sem flestir árgangar í skólunum taka þátt í og hvetur til samkenndar. Hægt að úthluta eldri bekkjum að sjá um bekkinn þannig að það er alltaf einhver í eldri bekk á "vakt" í útvist. Ræddi þetta við 7 ára dóttur mína og henni leist mjög vel á. Endilega googla Buddy bench og Friendship bench.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information