Sparkvöllur með gervigrasi við Snælandsskóla

Sparkvöllur með gervigrasi við Snælandsskóla

Það vantar alveg sparkvöll með gervigrasi við Snælandsskóla. Á skólalóðinni er nú þegar malbikaður völlur sem er engan veginn ásættanlegt hvað varðar slysahættu þegar samskonar sparkvellir eru nánast við alla skóla eða eru við alla í Kópavogi nema Snælandsskóla. Gott væri að hafa hann upphitaðan og upplýstan svo hægt sé að nýta hann allan ársins hring. Hægt er að nýta plássið sem nú þegar er til staðar fyrir malbikaða völlinn, búa til gervigrasvöll á malbikaða vellinum.

Points

Hér gæti myndast gríðalega góð stemming fyrir alla aldurshópa jafnt fyrir stelpur og stráka. Maður hefur séð hversu mikið sparkvöllurinn er notaður niður við Fossvogsskóla, hann er nánast í stanslausri notkun, hvort sem það sé á skólatíma, kvöldin og helgar - jafnt sumar sem vetur þar sem hann er upphitaður. Það eru góð rök af Kópavogsbæ að segja að börnin í Snælandsskóla hafi núþegar samskonar völl Gervigrasvöllurinn í Fagralundi er ekki upphitaður og er ekki á vegum skólans.

Núverandi gervigrasvöllur við Fagralund er ekki á vegum skólans og nýttur af Breiðablik. Börnin hafa því ekki aðgang að vellinum á öllum tímum þar sem mikið er um æfingar á vellinum. Eins er hann stút fullur af svörtu gúmmíkurli sem vitað er að er hættulegt efni og alls ekki fyrir börn að iðka íþróttir á slíkum velli. Sparkvöllur væri mikil úrbót á svæðinu fyrir skólann, börnin og fjölskyldur í hverfinu.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information