Kópavogshöfn sem útivistarsvæði

Kópavogshöfn sem útivistarsvæði

Taka aðeins til á svæði Kópavogshafnar

Points

Það er gífurlega mikil umferð, um vestast hluta Kársnesins, af fólki að hjóla, ganga, skokka, veiða, viðra hunda og alls konar frábært útivist. Það er svo soglegt hvað svæðið í kring um Kópavogshöfnina er vanrækt og sóðalegt. Nú er ekki verið að ætlast til mikils skipulags, þar sem deiliskipulag er í vinnslu, heldur bara snyritlegt umhverfi. Ekki hafa þetta geymslusvæði fyrir fyrirtæki og menn. Væri svo miklu skemmtilegra að hafa þetta fallegra svæði. Þarf bara smá tiltekt.

Ég sé fyrir mér að bærinn myndi leggja áherslu á Kársnesið þar sem sjórinn er útivistarsvæði. Sjórinn sjálfur, höfnin og svæðið í kring sé nýtt til útivistar. Hægt væri að bæta aðstöðu til muna þar sem siglingaklúbbar gætu fengið enn betri aðstöðu í ljósi nýrrar brúar. Einstaklingar fengju betri aðstöðu til kajak siglinga, Jet Ski, notkun árabáta og lítilla skemmtibáta.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information