verkmenntaskóli með áherslu á tækni, vísindi og list.

verkmenntaskóli með áherslu á tækni, vísindi og list.

Kópavogsbær stækkar óðum og það er löngu orðið tímabært að stofna annan menntaskóla hér. Ég sé fyrir mér Verkmenntaskóla með áherslu á tækni og vísindi, og frábæra listabraut og almennar iðnbrautir. Ég horfi t.a.m. Oft á auða glerhýsið við Krónuna, eins gæti Guðmundarlundshverfið (sem er enn bara á pappír held ég)verið frábær staðsetning. En Verkmenntaskóla vantar og við eigum að bjóða unglingunum uppá það að vera áfram í bæjarfélaginu sínu velji það annað en bók brautir eða matvælaskólann.

Points

Alveg eins og við sem íbúar getum mörg valið að starfa innan bæjarfélagsins (sífellt fleiri fyrirtæki koma í Kópavog) eigum við að geta boðið unga fólkinu okkar uppá það að vera áfram í bæjarfélaginu eftir grunnskólanám. Þeir sem kjósa bóknámsbrautir komast ekki allir fyrir í MK, því fara margir annað. Hlutfallslega fáir velja matvælaskólanum (þó hann sé algerlega frábær) en vilji þau verk, tækni eða listnám þurfa þau að fara út fyrir bæjarfálagið. Þetta getum við lagað

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information