Bætt ferðaþjónusta við eldriborgar

Bætt ferðaþjónusta við eldriborgar

Hámarksfjöldi er 16 ferðir í mánuði í undantekningum er heimilt að veita fleiri ferðir. Ferð er skilgreind sem akstur milli tveggja staða en ekki akstur fram og til baka. Þetta þýðir í reynd 8 ferðir ef fólk þarf að fara heiman og heim. Fjölgum þessu í 24 ferðir.

Points

Efast um að þetta hefði nein afgerandi áhrif á kostnað, en skiptir þá fáu sem þyrftu og gætu nýtt sér fleiri ferðir máli.

Því ekki að hafa ferðirnar enn fleiri. Um er að ræða ferðafrelsi fólks og jákvæðar aukaverkanir af því að hafa ferðafrelsi og halda sjálfstæði sínu eru gífurlegar og örugglega hagkvæmar þegar upp er staðið.

Klárlega nauðsynlegt og ómetanlegt að hafa aukið ferðafrelsi. Slíkt skilar sér alltaf í samfélagi.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information