Bæta við stuttum göngustíg sem tengir saman tvo aðra. Annars vegar ská fyrir ofan hús nr. 31 í Háulind og hins vegar við enda húss nr. 15 í Húsalind. Þá má malbika stuttan stubb við enda Háulindar sem tengir göngustíginn endanlega við göngustíginn sem liggur meðfram Fífuhvammsveginum.
Slóði hefur myndast í grasinu á þessum stöðum þar sem fólk syttir sér leið frekar en að taka smá krók og ganga eftir stígnum. Grasið lítur orðið illa út á þessum stöðum.
Þessi hugmynd var kosin áfram af íbúum í íbúakosningum haustið 2016. Þær hugmyndir sem voru kosnar áfram verða framkvæmdar fyrir október 2017. Takk fyrir þátttökuna.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation