Digranesvegur/Brattabrekka - umferðarljós og/eða undirgöng

Digranesvegur/Brattabrekka - umferðarljós og/eða undirgöng

Þessi gatnamót eru gríðarlega stór. Gangandi vegfarendur þurfa að fara yfir fjórar akreinar á gangbraut, tvær akreinar sín í hvora áttina á Bröttubrekku og þrjár akreinar á gangbrautinni yfir Digranesveg. Ég myndi vilja sjá þessum gatnamótum breytt þannig að það væru sett gönguljós yfir Bröttubrekku og/eða undirgöng sem myndu tengja gang/hjólastíginn sem liggur frá Digranesvegi niður að Hrauntungu við gangbrautina. Þá gæti gangandi farið undir Digranesveg að Digranesheiði og Bröttubrekku.

Points

Styð tillögu Stefaníu um umferðaröryggi barna og annarra gangandi vegfarenda

umferðar hraðinn eykst verulega á þessum stað og börn eiga mjög erfitt með að átta sig á þeirri breytingu og sjá því oft ekki bíla sem koma upp Bröttubrekku

Það má lengi telja upp þá sem eiga leið þarna um en þess má geta að um þessi gatnamót liggja m.a.: - leið barna og unglinga sem sækja Digranesskóla sem búa austan Bröttubrekku - leið leikskólabarna sem sækja Kópahvol, sem búa vestan Bröttubrekku - leið barna- og unglinga sem sækja íþróttastarf í Digranes, sem búa vestan Bröttubrekku - leið þeirra sem ganga/hjóla í Sundlaug Kópavogs, Bókasafnið, Heilsugæsluna o.s.frv. en búa austan Bröttubrekku.

Ég er ekki sammála því að þarna verði sett ljós af neinu tagi þar sem nógu leiðilegt er nú þegar að fara um Digranesiveginn. Ef við höfum öryggi barna að leiðarljósi þá skapast hættan mun fremur af því að gagnbrautinn er of nálægt gatnamótunum og þvi væri nær að færa gangbrautina fjær gatnamótunum. Myndi styðja það heilshugar að setja undirgöng þarna en ég sé ekki hvernig hægt væri að koma þeim fyrir. Ég veit það bara fyrir víst að á þessum stað verða aldrei sett gangbrautaljós heldur yrðu sett

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information