Það vantar hraðleið Strætó sem fer Reykjanesbraut-Sæbraut niður í miðbæ - nokkurs konar express niður í bæ með fáum útvöldum stoppistöðvum þar sem fólk getur skilið bíla/hjól eftir, t.d. Smáralind/Lindir, Mjódd etc.
Auðvelda fólki úr austurbæjum HFJ/GBÆ/KÓP að komast hratt og auðveldlega til vinnu og náms í mið- og vesturbæ Reykjavíkur. Huganlega gæti fólk úr efri byggðum keyrt/hjólað á ákveðinn stað og skilið bílinn eftir og verið komið í miðbæinn eftir 15 mín - v.s. 40-60mín sem það tekur núna með tilheyrandi 2-3 strætóskiptingum.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation