Íþróttaaðstaða á Vallargerðisvelli

Íþróttaaðstaða á Vallargerðisvelli

Nýta Vallargerðisvöll, sem í dag er lítið sem ekkert notaður fyrir fjölbreytta íþróttaaðstöðu. Það vantar t.d sárlega nothæfa körfuboltavelli í vesturbæ Kópavogs og svo væri frábært að nýta plássið fyrir hreystivöll líkan því sem notaður er í Skólahreysti. Er sannfærð um að þetta tvennt myndi auka hreyfingu barna og unglinga og yrði vel nýtt!

Points

Góð aðstaða er til fótboltaiðkunar í vesturbæ Kópavogs en ekki eru þar almennilega nothæfir körfuboltavellir. Væri frábært að fá völl eins og er við Smáraskóla sem er mjög vel heppnaður og mikið nýttur. Hreystivöllur myndi örugglega verða til þess að þeir sem ekki hafa áhuga á boltaíþróttum en hafa gaman af því að hreyfa sig finndu eitthvað við sitt hæfi.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information