Þegar farið er um bæði Skólagerði og Holtagerði eru grasflatir meðfram götunum. Mikið er um að bílum sé lagt þarna upp á grasið því bílastæði við húsin duga ekki til. Bílunum er oft lagt þannig langt inn á gangstéttina sjálfa að þrengsli myndast fyrir þá sem fara um t.d. með barnavagna eða börn á reiðhjólum. Mætti ekki nýta þessi svæði þar sem þessar grasflatir eru og gera þær að bílastæðum meðfram götunum.
Fleiri bílastæði, sparar vinnu við slátt og viðhald sem fylgir grasflötunum, gangstéttirnar fríar fyrir gangandi fólk og börn á hjólum.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation