Hraðagátljós er í Dalsmára við Smáraskóla en þá þegar hafa ökumenn sem koma af Dalvegi sprett úr spori til að ná zumba-tíma í Sporthúsinu eða boltatíma í Fífunni. Umferð er allt of hröð þarna - þegar komið er inn í Dalsmára af Dalvegi þarf að blikka fólk niður í hraða og sömuleiðis á þá sem koma svo aftur úr Sporthúsinu og eiga eftir að keyra Dalsmárann. Fjöldinn sem fer þarna með orkushake í hægri og síma í vinstri á 60 km/klst er allt of mikill.
Umferðarhraði er of mikill Óljóst fyrir ökumönnum að hraðatakmörkun er í gildi Mikil umferð barna og unglinga yfir Dalsmára - skóli og æfingar hjá Breiðabliki auk boltavallar, körfuboltavallar og brettavallar - ferðir að og frá Smáralind, ferðir í og úr Kópavogsdal
Leikskóli og gæsluvöllur að auki - sem vantaði í fyrri upptalningu.
Mikil umferð í gegnum þétt íbúahverfi bæði Dalsmára og Lækjasmára þar sem fólk er á leið í tvo leikskóla, leikfimiæfingar, útifótboltavöll, Sporthúsið ofl. Vona hugmyndin fái stuðning. Einnig má nefna að töluverð aukning umferðar verður á svæðinu frá haustinu 2016 þar sem Íslandsbanki flytur í turn við Smáralind og sýslumenn í Smárann.
Mjög mikil umferð og hröð við innkeyrslu að Sporthúsinu. Og bara umferð um Dalsmáranner einnig allt of mikil og hröð. Verðum að gera eitthvað í þessum málum.
Þessi hugmynd var kosin áfram af íbúum í íbúakosningum haustið 2016. Þær hugmyndir sem voru kosnar áfram verða framkvæmdar fyrir október 2017. Takk fyrir þátttökuna.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation