Betri snjómokstur á göngustígum

Betri snjómokstur á göngustígum

Göngustígar og aðgengi að strætóskýlum er bókstaflega hættulegt yfir stóran hluta vetrar. Í hálku er alls ekki sandað/saltað nóg og kemst fólk oft ekki leiðar sinnar fyrir hálku. Oft er skilin eftir snjóbrík við kantinn á göngustígunum sem frýs svo og verður slysagildra. Og oft eru skaflar við strætóskýlin sem frjósa svo og erfitt að komast yfir. Það verður að laga aðgengi gangandi vegfarenda betur.

Points

Með því að bæta aðgengi gangandi vegfarenda fækkar slysum. Eldra fólk kemst ekki út stóran hluta vetrar og illa mokaðir göngustígar hvetja börn til að hlaupa yfir götuna. Þetta er slysagildra og það þarf að laga þetta.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information