Umferðaröryggi barna við Sæbólsbraut

Umferðaröryggi barna við Sæbólsbraut

Það vantar gangbraut, gangbrautarljós og hraðahindranir á Sæbólsbraut

Points

Við leikskólan Marbakka stoppar skólabíll sem ekur börnunum í hverfinu í Kársnesskóla. Þau þurfa mörg hver að fara yfir Sæbólsbrautina og eru ekki örugg á þeiiri leið. Umferð upp og niður Sæbólsbrautina er bæði hröð og mikil og hvergi gefið eftir, börnin þurfa að sæta lagi til að komast yfir götuna þar sem bílstjórar eru ekki að stoppa fyrir þeim. Einnig er Marbakkaleikskólinn skemmtilegur leikvöllur eftir skóla og um helgar og sorglegt að geta ekki treyst á öryggi þeirra á leið í leik og gleði.

Umferðarhraði er orðin alltof mikill í götunni, bílum oft lagt uppá gangstéttum sem gerir það að verkum að börnin þurfa að fara út á götu til að komast leiða sinna. Mikilvægt að grípa til e-h aðgerða áður en illa fer.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information