Guðmundarlundur

Guðmundarlundur

Guðmundarlundur er dásamlegur til útiveru en alltaf má bæta aðstöðuna. Það vildi svo til að ég var að skemmta mér á fjölskyldudegi við Gufunesbæinn í Reykjavík en aðstaðan þar er undir stjórn ÍTR. Þarna er auk grillaðstöðu allskonar tæki og tól til að skemmta ungum sem gömlum; "kastali" sem býr yfir ýmsum leyndardómum, klifurveggur, smábílar o.fl. og allir aldurshópar skemmtu sér mjög vel saman. Ég veit af a.m.k. einum Kópavogsbúa sem ætlar oft þangað með börnin sín í sumar.

Points

Við Gufunesbæinn í Reykjavík er auk grillaðstöðu allskonar tæki og tól til að skemmta ungum sem gömlum; "kastali" sem býr yfir ýmsum leyndardómum, klifurveggur, smábílar o.fl. og allir aldurshópar skemmtu sér mjög vel saman. Þessa hugmynd má útfæra fyrir Guðmundarlund

Sjá link á minigolfvöll sem gæti passað inn í þessa hugmynd. https://okkar-kopavogur.betraisland.is/#!/post/7137

Góð tillaga. Ég myndi vilja sjá betri leikaðstöðu í Guðmundarlundi svipað og Kjarnaskógur er. Svæðið býður alveg uppá að byggja upp sambærilegt svæði og Kjarnaskóg.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information