Fá fleira fólk í Hlíðargarð

Fá fleira fólk í Hlíðargarð

Hlíðargarður er vannýttur garður í hjarta Kópavogs. Það væri gaman ef bæjarbúar myndu nýta garðin meira og því legg ég til að garðurinn verði gerður meira aðlaðandi fyrir fólk á öllum aldri. Geitunga/býflugnabú fjarlægð og komið upp skemmtilegum leiktækjum og bekkjum.

Points

Hlíðargarður er lítið notaður. Grasið hallar og því hentar hann illa til boltaleikja og svo er lítið við að vera annað en stóra klifurgrindin sem er þó mjög skemmtileg. Það væri mikill akkur fyrir bæjarbúa að gera Hlíðargarð meira aðlaðandi. Það mætti t.d. fjarlægja tjörnina í miðjum garðinum og koma upp leiktækjum þar. Það væri t.d. hægt að virkja skátahreyfinguna í að koma upp skemmtilegum leiktækjum í þeirra anda.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information