Það væri óskandi að það væri hjólreiða- og göngustígur á milli Kópavogs og Garðabæjar meðfram Elliðavatnsvegi þ.e. frá Kórahverfi, til og með Vífilstöðum. Í dag eru aðallega "alvöru" hjólreiðamenn sem nýta sér þessa leið, eitthvað sem venjulegt göngu og hjólreiðarfólk treystir sér ekki í. Því væri óskandi að bæjaryfirvöld í þessum sveitarfélögum gætu komið sér saman um að bæta samgöngur þessa fallegu leið og gera stíg meðfram veginum.
Bætt grunnnet hjólreiða- og göngustíga í efri byggðum Kópavogs og Garðabæjar.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation