Aðgerðir gegn hraðakstri í Furugrund

Aðgerðir gegn hraðakstri í Furugrund

Ég óska eftir aðgerðum gegn hraðakstri í gegnum götuna Furugrund. Gatan er mikið þveruð af börnum á leið í skólann, æfingar og í leik. Er kominn með nóg af bílum sem keyra á rúmlega tvöföldum hámarkshraða þar í gegn (60km/h) Hugmyndir að slíkum aðgerðum gætu verið: lögreglueftirliti á álagstímum kringum skólana, fleiri hraðahindrunum, betri skiltum sem tilgreina hámarshraða.

Points

Allt of lengi hef ég horft uppá bíla keyra allt of hratt í gegnum götuna Furugrund, þar sem leikskóli, skóli og íþróttasvæði liggja við hliðiná. Mér sem foreldri líður illa að senda barnið mitt áleiðis gegnum þessa götu. Það er 30 km hámarkshraði og nokkrar hraðahindranir, en það virðist ekki stöðva ökumenn sem keyra oft á 60 km hr í gegnum þessa friðsælu götu.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information