Yndis-skógur

Yndis-skógur

Í tengslum við Yndisgarðinn og Trjásafnið sem nú þegar eru komin í dalinn, legg ég til að rækta upp skóg sem yrði partur af þessum náttúru og útivistarsvæðum sem eru nú þegar þarna. Þessi litli skógur myndi væri skemmtileg nýting á annars stórum grasbölum sem eru þarna í Fossvoginum og eru þannig séð lítið notaðir. Þarna væri skemmtilegt leiksvæði fyrir börn og fullorðna, skemmtileg blanda af trjám og skurðum sem mögulega væri hægt að veita meira vatni í, ásamt gönguleiðum í gegnum skóginn.

Points

Hægt væri að virkja alla skóla- og leikskólakrakka í hverfinu og annarsstaðar frá í Kópavogi með því að taka þátt í að gróðursetja tré. Þetta gæti orðið nýr ævintýralundur í Fossvoginum með miklu lífi í. Þessi nýji útivistarstaður myndi einnig styrkja um leið þau útivistarsvæði sem eru þarna eins og Yndisgarðinn og Trjásafnið.

Þessi hugmynd var ekki kosin áfram af íbúum í íbúakosningu haustið 2016. Hægt er að fylgjast með framkvæmdum verkefna sem hlutu brautargengi í kosningu á heimasíðu Kópavogsbæjar. Takk fyrir þátttökuna.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information