Öryggi barna við Leikskólann Kópahvoll

Öryggi barna við Leikskólann Kópahvoll

Þegar farið er með börn og þau sótt á leikskólann Kópahvoll þá ganga foreldrar og börn nær undantekningalaust fyrir aftan bílana sem þar leggja. Þetta skapar stór hættu enda er þarna mikið ögnþveiti á morgnana og síðdegis. Einfalt væri að færa hliðið að leikskólanum nokkra metra til norðurs. Í beinu framhaldi kæmi gangbraut út á stéttina sem væri á milli bílastæðanna. Til þess að gera þetta mögulegt þarf að breikka stéttina og færa bílastæðin sem nú eru nyrst í botnlanganum í suður að stéttinni.

Points

Ánægð með þessa hugmynd. Sammála því að þörf er fyrir þessa breytingu.

Mjög einföld og góð hugmynd! Styð hana alla leið og farið verði í þessa framkvæmd sem allra fyrst. Hef einmitt haft áhyggjur af örygginu eins og aðrir foreldrar hér.

Algjörlega frábær hugmynd!

Virkilega góð hugmynd enda oft mikil umferð bíla þegar foreldrar sækja börnin á leikskólann.

Kostnaður við þessa framkvæmd er óverulegur. EIngöngu þarf að breikka stéttina á miðju torgsins, færa hliðið að leikskólanum um nokkra metra til norðurs og mála nýjar bílastæðamerkingar við stéttina norðanmegin. Bílar sem lagt er snúa því allir framenda að stéttinni, þar sem allir myndu labba, sé stéttin nógu breið. Í dag er maður skíthræddur að bakka þarna út úr stæði og líka hræddum um að bílar bakki á mann sjálfan eða börnin þegar verið er að labba til og frá bílnum.

Virkilega frábær hugmynd sem hefur allann minn stuðning enda er maður alltaf hræddur um að bakka á barn eða að bakkað verði á barnið manns.

Ótrúlega sátt með þessa hugmynd, maður er alltaf stressaður þegar maður bakkar út úr stæðunum eins og þau eru núna. Held þetta yrði auðveld breyting til hins betra, þarfnast lítilla tilfæringa en myndi stórauka öryggi barnanna.

Frábær hugmynd! Þetta bílastæði er svo sannarlega varasamt eins og það er núna.

Góð tillaga! Algerlega þörf framhvæmd.

Maður er alltaf hræddur að bakkað verið á börnin - vona að Kópavogsbær taki þessari tillögu fagnandi enda óverulegur kostnaður því breytingarnar eru borðleggjandi einfaldar.

Styð þessa tillögu heils hugar. Þetta eru algerar minniháttar breytingar sem eiga ekki að kosta einhver ósköp (að algerlega óathuguðu máli). Ávinningurinn að þessu er stórbætt umferðaröryggi og trompar það hver einustu mögulegu mótrök.

Nil

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information