Sundlaug í Fossvogsdal

Sundlaug í Fossvogsdal

Árið 2013 birtust fréttir um að starfshópur á vegum Kópavogsbæjar og Reykjavíkurborgar hefðu lagt til að sundlaug yrði byggð í Fossvogsdalnum. Sundlauginni var ætlað að þjóna skólasundi og vera hverfislaug fyrir íbúa báðum megin í dalnum og um ,,græna" sundlaug væri að ræða, þ.e. engin bílaumferð væri að henna. Þessa hugmynd þarf að endurvekja.

Points

Börn í hverfinu sækja skólasund með rútu í vesturbæinn. Rútan stoppar hjá Snælandsskóla sem er við íbúðagötu. Hætta hefur skapast þegar börn hlaupa yfir götuna fram hjá rútunni sem byrgir sýn á umferð. Það hafa orðið slys á börnum í rútunni til og frá sundkennslu, börn hafa misst af rútunnii og mengun fylgir rútuakstrinum. Í umhverfisstefnu Kópavogs er talað um áherslu á vistvænar samgöngur. Eins og staðan er í dag þurfa fjölskyldur í Snælandshverfi að keyra út úr hverfi til að iðka sund.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information