Hvernig væri að koma upp hundasvæði í Vesturbæ Kópavogs? Til dæmis við Kópavogstún. Eina "opinbera" hundasvæðið er uppi við Heimsenda!
Svæðið væri þá í göngufæri flestra í Vesturbæ Kópavogs. Einnig yrði það ekki fjarri þeim sem búa austan brúar. Ekki þyrfti þá að keyra langar leiðir til að komast á "opinbert" svæði.
endilega að það verði hundasvæði en ekki bara lítil hundagerði, eins og flest í RVK. þaueru bara einfaldlega of lítil...eiginlega bara til að sleppa hundum í til að gera stykkin sín. við þurfum hundasvæði svo hundarnir geti hlaupið og leikið sér án þess að stíga á tærnar á næsta hund.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation