Hvernig væri að skoða þá hugmynd / lausn að setja Kársnesbrautina, frá Urðarbraut / Vesturvör austur að Sæbólsbraut í stokk? Ef sú hugmynd á engan hljómgrunn - þá a.m.k. að lækka umferðahraðann niður í 30 km/h með öllum tiltækum ráðum. Hraðinn þarna er fáránlegur á köflum. Einu gönguljósin á Kársnesbrautinni eru í besta falli hættuleg, því ökumenn fara óhikað yfir á rauðu ljósi þarna - "þegar verið er að tefja þá".
Ef um stokk væri að ræða, þá yrði Kársnesbraut "vistgata". Hávaðamengun myndi verða úr sögunni. Fasteignaverð myndi einnig breytast. Öryggi íbúa við Kársnesbraut myndi komast í skikkanlegt horf.
Ljósin á gatnamótum Sæbólsbrautar og Kársnesbrautar eru stórhættuleg. Þó að þetta séu gönguljós þá er ekki rautt á alla bílaumferð meðan græni kallinn er. Bílarnir sem eru að koma upp Sæbólsbraut og niður frá Kringlumílabrautinni eru oft ekkert að spá í gangangi vegfarendum sem eru að fara yfir götuna á grænum kalli. Það þarf að setja rautt á alla bílaumferð þegar ýtt er á gönguljósin. Það eru krakka að fara þarna yfir á morgnana til að taka skólabílinn sem stoppar við marbakka.
Hægt væri að hefja hönnunarsamkeppni með það að markmiði að hægja á umferðahraða á Kársnesbrautinni. Það þarf að huga að: Íbúaöryggi, Hljóðvernd, Mengun Hægt er að skoða td: - Hraðahindranir - Þrengingar - Hringtorg Eitt við Urðarbraut (þá er ekki hægt að koma á kappaksturhraða frá Vesturvör og inn á Kársnesbraut) Eitt við Hábraut (þá eru ökumenn neyddir til að hægja ferðina) Við viljum ekki að Kársnesbrautin endi eins og Miklabrautin í Reykjavík.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation