Skreyta undirgöng og veggi

Skreyta undirgöng og veggi

Mig finnst að það mætti lífga upp á undirgöng í kópavogi t.d. með því að gera þau að leyfilegum graffiti göngum eins og Hafnarfjörður er með eða að fá hóp til að skreyta þau og hafa jafnvel námskeið fyrir yngri kynslóðirnar og þá á sama tíma myndi veggjakrotið hverfa og þá þyrfti ekki að mála þau aftur og aftur í sama ljóta og hráa gráa litnum., það er frekar leiðinlegt að ganga í gegnum grá, hrá og ljót göng Þetta þarf ekki endilega að vera "stafir" heldur t.d. myndasöga, fígurur eða fleira.

Points

Hægt væri að nýta þetta sem sumar námskeið fyrir krakka sem hafa áhuga á list eins og Hafnarfjörður var með sem hét "Graffiti verkefni Hafnarfjarðar"

Hægt væri að prufa að leyfa graffiti í samstarfi við málarana. Gefa þeim umboð til að sjá um graffiti svæði(ð/in) og fyrir bæinn að geta nálgast fulltrúa málarana ef eitthvað mætti fara betur. Undirgöngin í skiptistöðinni hafa verið mikið nýtt frá því að þeim var lokað, reglulega koma upp nýjar myndir. Þörfin er greinilega til staðar. Hægt væri að reyna þetta fyrirkomulag þar til að byrja með.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information