Átak í endurvinnslu

Átak í endurvinnslu

Heimili í Kópavogi ættu að eiga val um að fá minni tunnu fyrir almennt sorp og jafnframt að geta sett plast í tunnu við heimili. Á heimilum þar sem úrgangur er flokkaður með eðlilegum hætti fellur meira til af pappír og pappa og plasti en því sem kallað er almennt sorp. Það þarf að koma betur til móts við þá sem flokka úrgang.

Points

Umfang plast- og pappírsúrgangs frá heimilum er orðið meira en umfang almenns sorps. Í þeim sveitarfélögum sem eru leiðandi í flokkun úrgangs er hægt að flokka í heimilistunnur mun fleiri tegundir úrgangs en boðið er upp á í Kópavogi. Þó svo boðið sé upp á grenndargáma þá letur það fólk til að koma flokkuðum úrgangi í þá, sem aftur leiðir til aukins magns af almennu sorpi. Flokkun er orðið lífstíll hjá stórum hluta fólks og sveitarfélög eiga að fylgja þeirri þróun.

Algjörlega sammála, lágmark að hafa pappír, plast og lífrænt fyrir utan heimili. Kópavogsbær þarf að bæta sig töluvert og getur til dæmis litið til bæjarfélaga eins og Stykkishólms og Akureyrar sem eru komnir í framtíðina.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information