Endurvinnslugámur fyrir plastumbúðir í Hamraborg

Endurvinnslugámur fyrir plastumbúðir í Hamraborg

Ég sting upp á því að settur verði upp að minnsta kosti einn endurvinnslugámur (þó ekki nema bara til reynslu) til dæmis í Hamraborg eða þar í kring, fyrir plastumbúðir Kópavogsbúa. Nú á dögum safnast mikið plast upp á heimilum sem flokka og endurvinna, það væri kannski sniðugt að hafa aðgengilega endurvinnslugáma í göngufæri til að tæma plastsafnið í reglulega. Þetta gæti jafnvel verið hvetjandi fyrir fleiri að endurvinna meira, umhverfið kallar á hjálp nú þegar.

Points

Það er allt of mikið plast notað í umbúðir og fæstir gefa sér tíma til að flokka endurvinnanlegt plast. Gámar í göngufæri gætu hvatt til frekari endurvinnslu. Hér getum við tekið Reykjavíkurborg okkur til fyrirmyndar: „Verði flokkun plasts sambærileg og pappírs eða um 60% þá mun magn plasts sem skilar sér til endurvinnslu verða 1520 tonn umfram það sem nú er.“ sjá: http://reykjavik.is/frettir/graen-tunna-fyrir-plast-i-reykjavik

Það eru nú þegar plastgámar víða....hægt að sjá hvar þeir eru á Sorpa.is.

Það var plastgámur í Hamraborg þar til einn daginn að það bráðvantaði þetta eina bílastæði sem gámurinn stóð á. Það er nauðsynlegt að gefa fólki kost á að flokka rusl óháð því hvort það er með bíl eða ekki.

En það vantar mjög gám í Hamraborg eða nágrenni. Gunndís bendir á að hann var fjarlægður, það eru því ekki allar upplýsingarnar réttar sem koma fram á listanum á Sorpuvefnum.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information