Mikil þörf á trjám í Þingahverfi við Þingmannaleið

Mikil þörf á trjám í Þingahverfi við Þingmannaleið

Mikil þörf er á að planta trjám og runnum við Þingmannaleið í Þingahverfinu, á grasflötum/hólunum sem eru meðfram göngustígum (Ásaþings og Vindakórs) sitthvoru megin við Þingmannaleið. Þetta er mjög bert svæði, gróður myndi brjóta upp mikinn vind sem liggur þarna í gegn sem hefur áhrif á íbúa svæðissins. Það sárlega vantar meiri gróður á þessu svæði, það myndi bæta ásýnd þessa tómlega svæðis. Búið er að gróðursetja víðsvegar á sambærilegum svæðum, td. við Tröllakór og Vatnsendaveg ofl. stöðum.

Points

....

Þessi hugmynd var ekki kosin áfram af íbúum í íbúakosningu haustið 2016. Hægt er að fylgjast með framkvæmdum verkefna sem hlutu brautargengi í kosningu á heimasíðu Kópavogsbæjar. Takk fyrir þátttökuna.

Hækka þarf hljóðmönina verulega og/eða bæta við trjám, ef ekki beggja megin þá a.m.k Ásaþingsmegin. Umferðarmengun og hávaði hefur aukist talsvert vegna fjölgunar íbúa í m.a. Vindakór á undanförnum árum. Hér verður líka veðravíti (ætla ekki að kalla það vind) sem þarf að brjóta upp með góðum trjám. Sjá má víða í nágreninu að hljóðmanir hafa verið hækkaðar umtalsvert svo nálægt íbúðarhúsnæði fólks og þarf að gera hið sama hér, sjá t.d. hjá Fagraþingi/Vatnsendaveg.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information