Draga úr umferðarhraða um hringtorg á Rjúpnavegi/Kóravegi

Draga úr umferðarhraða um hringtorg á Rjúpnavegi/Kóravegi

Umferðarhraði um hringtorgið við Rjúpnaveg/Kóraveg er oft mjög mikill. Gangbrautir eru sitt hvoru megin við hringtorgið og umferð gangandi vegfarenda nokkur. Margir aka hratt í gegnum hringtorgið og "skera" það jafnvel. Því er brýnt að draga úr umferðarhraða og þvinga ökumenn til þess að hægja vel á sér þegar þeir aka um hringtorgið.

Points

Beinn kafli er á Rjúpnavegi sitt hvoru megin við hringtorgið. Margir aka mjög hratt að hringtorginu og "skera" það stundum. Því má ekki mikið út af bregða ef barn er t.d. að fara yfir gangbraut hinu megin. Í raun er þetta alveg sama vandamál og var á hringtorginu við Lindakirkju. Þar var aðeins bætt úr eftir slys en hraðinn er enn mikill. Hér mætti t.d. setja hraðahindranir eða þrengja torgið þannig að ekki sé hægt að "skera" það á mikilli ferð.

Væri gott að fá undirgöng frá Baugakór yfir í Ásakór þar sem að þessi gatnamót eru hættuleg vegna ofaksturs

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information