Hraðahrindranir í Álmakór

Hraðahrindranir í Álmakór

Frá hringtorginu við Rjúpnaveg aka menn oft hratt upp Álmakór og eins niður hann að hringtorginu. Mikið af börnum á ferðinni skapar hættu og því er lagt til að hraðahindrunum verði komið fyrir annars vegar strax ofan við Ásakór og eins efst í brekkunni. Þannig mætti halda umferðarhraða niðri og koma í veg fyrir svona spyrnur.

Points

Það virðast því miður vera margir sem aka hratt Álmakórinn. Kaflinn sem um ræðir er nokkuð beinn og því freistandi að gefa aðeins í. En umferð gangandi vegfarenda er mikil og því hætta á slysi. Með því að koma fyrir hraðahindrunum mætti draga verulega úr þessum óþarfa hraðakstri.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information