Hjólabrettavöllur - Kóra-/Vatnsendahverfi

Hjólabrettavöllur - Kóra-/Vatnsendahverfi

Hjólabrettavöllur

Points

Vantar klárlega hjólbrettavöll fyrir krakka á öllum aldri í Kóra-/Vatnsendahverfi/. Mikið af krökkum sem stunda þessa íþrótt hérna í efri byggðum.

Þetta er vinsæl íþrótt, bæði hjá strákum og stelpum, og ekki bara fyrir hjólabretti heldur einnig fyrir hlaupahjól og BMX hjól. Það vantar klárlega svona aðstöðu í Kópavogi og sérstaklega í þetta barnmarga hverfi sem 203 er orðið. Margir sem æfa snjóbretti eru einnig á hjólabrettum og nú eru mun fleiri innan Breiðabliks sem æfa snjóbretti heldur en skíði og sú grein vex mjög hratt og er vinsæl. Endilega styðjum við bakið á þessum krökkum og sköpum góða aðstöðu til æfinga og samveru!

Krakkarnir í Hörðuvallaskóla hafa tvisvar sent inn undirskriftalista um að fá hjólabrettavöll í hverfið og það ætti að vera hægt að finna pláss fyrir flottann hjólabrettavöll í Kórnum. Þau þyrftu þá ekki að fara alla leið niðrí Smára eða Seljahverfið til að renna sér.

Er klárlega með þessu, það eru mjöög fáir hjólabrettavellir á islandi og þessvegna mjög erfitt að stunda þessa íþrótt. Þetta er það sem vantar! Veit um marga sem eru sammála þessu.

Þetta er klárlega málið og vantar víðsvegar um borgina.

Þar sem að við erum 10 - 15 árum eftir nágrannalöndum okkar í þróun þessarra mála, þá væri þetta gott stökk í rétta átt. Okkur bráðvantar fleiri hjólabrettaaðstöður (sem eru hannaðar af fólki með góða reynslu varðandi brettagarðasmíði).

ÞAÐ VANTAR SVO MIKIÐ STEIPT SKATEPARK A LANDIÐ OG ALVEG FREKAR STÓRT

Eina 'sportið' sem ég entist í denn. Þetta snýst ekki bara um hjólabretti (eða BMX eða hlaupahjól) heldur að möguleikann að stunda áhugamál og íþrótt sem er ekki fótbolti, handbolti eða körfubolti. Ég bý þarna og verð á hverjum degi þarna á brettinu mínu ef þessi völlur rís. Tek strákana mína með líka.

Það væri hægt að gera svo margt flott með svona hugmynd ! Kíkið á það sem þessi skater segir ❤ https://www.facebook.com/photo.php?fbid=10207277852971316&set=a.4663469311431.1073741825.1434436753&type=3&theater

Iðkendum jaðaríþrótta fjölgar mjög hratt og er mikill skortur á skatepörkum á góðum skatepörkum á íslandi. Ef það er hægt að koma fyrir flottum fótboltavöllum fyrir framan hvern einasta skóla á landinu hlýtur að vera hægt að fjölga skatepörkum aðeins

Gerið þetta þá í sameininguu við okkur í íþrótinni svo þetta verðii ekki bara ehh drasl enn og aftur !!!!!!!!! :)

Þetta er klárlega eitthvað sem vantar, það þarf að hafa þetta rétt eins og sparkvelli fyrir þá sem vilja vera í fótbolta. Það má finna bretta garða allstaðar annarstaðar í heiminum. Þetta er æfingar völlur fyrir skate-ara !

Endilega gera þetta. Betra fyrir alla, börn hanga saman og fullorðnir geta æft sig og notið sín. Kannski fáum við atvinnumenn úr þessu 😁😄

Það mikilvægasta af öllu er að þetta skeitpark verði STEYPT og að ríkið eða bæjarf. hætti að setja upp skeitpörk úr við eða öðrum efnivið. Til langtíma í landi þar sem vetur, snjór og rigningaveður er mestmegnis veðrið 3/4 af árinu, þá mun viður og annarskonar efniviður ekki endast lengi og það hefur sýnt útum allt á Íslandi í handsmíðuðum skeitpörkum. Eftirsóknarverðustu skeitpörk heims af megni brettafólks eru steypt skeitpörk, þau eru betri kostur í alla staði, spurðu hvaða skeitara sem er.

Það er bara einfaldlega þannig að það vantar almennilegt park sem að endist annað en þetta sem þegar er til það skemmist í veðrinu og aðstaðan verður léleg með tímanum. nokkuð viss um að það verði ódýrara að hafa þetta steypt frekar en að laga hitt drasslið aftur og aftur, yfir lengri tíma.

Góðan daginn, þar sem rökin geta ekki verið lengri en 500 stafir þá set ég mín á Facebook hjá mér sem public. https://www.facebook.com/armann.palsson Endilega kíkið á þau og deilið, lækið eða commentið :) Takk fyrir.

Sammála, vantar steyptan garð eins og á myndinni hér að ofan sem þolir veturinn okkar.

Þessi hugmynd var ekki kosin áfram af íbúum í íbúakosningu haustið 2016. Hægt er að fylgjast með framkvæmdum verkefna sem hlutu brautargengi í kosningu á heimasíðu Kópavogsbæjar. Takk fyrir þátttökuna.

Svo mikil þörf á þessu. Ég barðist fyrir því að fá brettasvæði á selfossi á sínum tíma og það fór í gegn. Var 15 ára minnir mig og reddaði blue-prints fyrir smiðina og allt. Fengum 1,5 milljónir að mig minnir. Hann stóð í 2-3 ár áður en honum var svo breytt í fótboltavöll... Þurfum við fleyri svoleiðis virkilega? Ég skal glaður hjálpa ykkur ef ykkur vantar auka hendur í þetta alltsaman strákar.

Löngu kominn tími á almennilegt skatepark!!!

Væri snilld ef að við værum með skatepark sem að væri allavega með þaki sem næði 2-4 metra út fyrir skateparkið þar sem að veðuraðstæður á íslandi eru ekki góðar!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information