Körfuboltavöll í Hörðuvallaskóla

Körfuboltavöll í Hörðuvallaskóla

Setja upp sambærilegan körfuboltavöll og er í Smáraskóla við Hörðuvallarskóla. Hörðuvallarskóli er fjölmennasti skóli bæjarins en með minstu skólalóðina. Með svona körfuboltavelli geta margir leikið sér samtímis á litlu svæði. Körfuboltinn hefur verið í mikilli sókn á landsvísu seinustu árin og einnig í Kópavogi. Mikil vöntun á góðri körfuboltaaðstöðu utanhúss í Kópavogi.

Points

Fjölmennustu skólar Kópavogs eru í efri byggðum bæjarins og er Hörðuvallarskóli þar miðsvæðis og fjölmennastur allra skóla í Kópavogi. Svona völlur gæti því nýst ansi mörgum íbúum þessara hverfa. Völlurinn við Smáraskóla er gríðalega vinssæll og sýnir glöggt að það er vöntun á fleiri svona völlum í bæinn.

Í stað þess að reyna koma sem flestu fyrir á litlum leikvelli yngrideildir skólans með tilheyrandi ónæði þeirra íbúa sem búa næast skólanum. Væri tilvalið að setja upp körfuboltavöll við Kórinn. Þar er sem unglingadeild Hörðuvalladkóla er.

Þetta er frábær hugmynd að fá körfuboltavöll við Hörðuvallaskóla því völlurinn myndi ná til Salahverfis, Kóra, Þinga og Hvarfa. Völlurinn myndi einnig án efa virkja fleiri krakka úr þessum hverfum í körfuknattleiksiðkun.

Mikil vöntun er á góðum körfuboltavöllum í Kópavogi og þá sérstaklega í efri byggðum þess. Völlurinn við Smáraskóla hefur reynst vel og er vel nýttur. Kominn tími til að koma með einn slíkann við Hörðuvallaskóla og þá á lóðinni þar sem skólagarðarnir voru, hjá aparólunni. Nóg er plássið þar, nýtist í frímínútum fyrir börnin og ýtir án efa undir körfuboltaiðkun barnanna að hafa hann við skólann í stað Kórsins.

Þessi hugmynd var ekki kosin áfram af íbúum í íbúakosningu haustið 2016. Hægt er að fylgjast með framkvæmdum verkefna sem hlutu brautargengi í kosningu á heimasíðu Kópavogsbæjar. Takk fyrir þátttökuna.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information