Göngu- og hjólastígar

Göngu- og hjólastígar

Göngu- og hjólastígar samhliða veginum hina svokölluðu Flóttamannaleið frá Rjúpnahæð yfir í Garðabæ framhjá náttúruperlunni Vífilstaðavatni.

Points

Í dag er Elliðavatnsvegur, vegurinn sem tengir Kópavog og Garðabæ mikið notaður af hjólreiðafólki til æfinga eða hreinlega af þeim sem að vantar að komast á hjóli frá Kórum yfir í Garðabæ. Vegurinn er vægast sagt mjög mjór og því skapar þetta mikla hættu bæði fyrir þá sem hjóla og þá sem eru á bílum. Vífilstaðavatn er mikil náttúruperla og það væri frábært fyrir íbúa hverfisins að geta labbað/hjólað úr Kórunum á góðum göngustíg að Vífilstaðavatni sem er kjörið til útivistar og mikið notað í dag.

Þessi hjólaleið gæti verið liður í því að tengja betur saman efri byggðir sveitarfélaga en almennt talað er Kópavogur stærsta hraðahindrunin fyrir hjólandi umferð á höfuðborgarsvæðinu. Engin greið leið er í gegnum sveitarfélagið. Einnig mætti skoða að setja malbikaða hjólaleið milli Örvasala og Þorrasala, sem síðan gæti tengst Flóttamannaleiðinni og líka í vesturátt, til miðbæjar Garðabæjar.

öruggur göngustígur/hjólreiðavegur gefur unglingum í efri byggðum Kópavogs kost á að nota þessa leið til að komast golfvöllinn.

Það er bara allt sem mælir með þessu, að geta bæði gengið og hjólað frá Kórahverfinu og niður að vatni er æðisleg tilhugsun og eigninlega skrýtið að skuli ekki vera löngu búið að koma í framkvæmd. Þessi leið er mikið notuð og umferðin þarna er oðin alltof hröð, og því beinlínis hættulegt að reyna að hjóla á þessum mjóa vegi samhliða umferðinni

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information