Malbika stíg í göngum undir Fífuhvammsveg við Nettó

Malbika stíg í göngum undir Fífuhvammsveg við Nettó

Minnka umferð gangandi og hjólandi yfir Fífuhvammsveg á hringtorginu við Nettó með því að gera undirgöngin þarna rétt hjá meira aðlaðandi (og minna hættuleg) fyrir hinn almenna íbúa. Malbika stíg að undirgöngunum kirkjugarðsmegin, og undirgöngin sjálf. Laga í leiðinni frárennslismál svo það safnist ekki vatn þar á veturna. Göngin eru merkt sem reiðstígur, en eru nógu breið til að það ætti að vera hægt að skilja eftir ómalbikað svæði fyrir hestaumferð.

Points

Íbúar (einkum börn) sem búa sunnanmegin við Fífuhvammsveg, og eiga leið t.d. í Salalaug/Gerplu, eru að fara yfir Fífuhvammsveg á hringtorginu við Nettó í staðinn fyrir að nota undirgöngin. Á hringtorginu er mikill hraði á bílum, og það er bara tímaspursmál hvenær það verður alvarlegt slys þarna. Undirgöngin eru ekki notuð því þau (og leiðin að þeim) eru ekki malbikuð, heldur er hún laus- og stórgrýtt og hættuleg hjólreiðafólki. Göngin eru merkt sem reiðstígur, en ég hef aldrei séð hest þarna.

Þessi hugmynd var ekki kosin áfram af íbúum í íbúakosningu haustið 2016. Hægt er að fylgjast með framkvæmdum verkefna sem hlutu brautargengi í kosningu á heimasíðu Kópavogsbæjar. Takk fyrir þátttökuna.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information