Hundagerði

Hundagerði

Mikilvægt er að hafa grösugan stað þar sem hundaeigendur geta hist og sleppt hundum sínum lausum innan gerðis. Þetta er gert í öllum stórborgum Evrópu, meira að segja á Selfossi. Við hundagerðið er ruslatunna svo hundaeigendum gefist kostur á að taka upp eftir hunda sína og ganga um svæðið af virðingu fyrir hundum sínum og samborgurum. Hægt væri að blása til samkeppni um staðsetningu og útfærslu - Tillaga af staðsetningu er á Kópavogstúni.

Points

- aukin ánægja borgarbúa - meiri "vönduð" hundamenning, þar sem hundaeigendur hittast og skiptast á hugmyndum, mynda þrýsting hver á annan varðandi hreina umgengni varðandi hundaskít. - hundar í lausagöngu á öðrum stöðum myndi fækka. - félagslegt gildi - hundar borgarinnar væru ánægðari að fá tækifæri til að hitta aðra fjórfætlinga

Rök með þessari hugmynd til viðbótar þeim sem Rebekka telur hér í rökum sínum eru einfaldlega þau að ég hef ekki séð mikla nýtingu á þessu túni þó það sé talsverð umferð um göngustíginn. Áhugavert væri einnig að sjá mótrök þeirra sem kjósa á móti hugmyndinni.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information