Vatnsbrunnar sem að fólk getur drukkið úr þegar það er í göngutúr, úti að skokka eða bara úti. Þessir vatnsbrunnar væru þó sérstakir vegna þess að neðst væri skál sem að hundar geta drukkið úr.
Þeir væru góðir fyrir fólk sem er að skokka eða labba og vantar bara smá vatnssopa. Það myndi líka gera það að verkum að það yrði skemmtilegra að labba um Kópavoginn sem gæti leitt að því að fólk myndi frekar fara út og rölta um hverfið. Kársnesið sem dæmi er mikið dýrahverfi og margir fara út með hundana sína að labba þar. Þá væri skemmtilegt ef að bæði eigendurnir og hundarnir geta fengið sér að drekka.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation