Bætt leiktæki og leikaðstaða við Salaskóla.

Bætt leiktæki og leikaðstaða við Salaskóla.

Við leggjum til að eftirfarandi verði sett upp á skólalóð Salaskóla; 1. Kastali með rennibrautum við dægradvöl á suðurhlið skólans. 2. Aparóla á grasi meðfram girðingu sunnanmegin við skólann, frá austur til vesturs. 3. Körfuboltavellir eins og hefur verið sett upp hjá Smáraskóla. Kjörið að uppfæra núverandi körfuboltavöll. Einnig að útbúa körfuboltasvæði fyrir framan dægradvöl með lágum körfum. 4. Klifurveggur austanmegin við skólann í hallanum á milli skólans og Sólarsala.

Points

Lóðin eins og hún er nú er eitt stórt malbik / steinar, frekar drungaleg og nær varla að sinna þeim 553 nemendum sem eru í skólanum með nokkrum rólum, fótboltavelli og körfum. Skólinn var stofnaður árið 2001 og því löngu tímabært að klára skólalóðina og gera hana notendavænni fyrir unga sem eldri nemendur skólans. Ítrekað heyrir maður sögur þess efnis að krakkar leiti á aðrar skólalóðir við leik. Það er von okkar að þessi samantekt á hugmyndum að úrlausnum við lóð Salaskóla fái góðan hljómgrunn.

Væri frábært ef skólalóðin fengi smá andlitslyftingu. Fjölga völlum og svæðum með einhverju uppbyggilegu tækjum og gera hana meira spennandi en hún er í dag.

Skólalóðin, eins og hún er núna, er mjög ónotaleg og óaðlaðandi. Allt of mikið malbik/steypa og alltof fá leiktæki.

Það er löngu kominn tími á að þessi skólalóð verði kláruð, á meðan hefur verið lagt ofurkapp á að klára skólalóðir nágrannahverfa en við setið á hakanum. Nú er mál að allir velunnarar skólans ýti á bæjaryfirvöld að gera skólalóðina sem fýsilegan kost fyrir börnin að leika sér á. Það er algjörlega ótækt að börnin þurfi að fara í önnur hverfi til að geta leikið sér.

Mikið væri maður þakklátur ef nemendur Salaskóla myndu sækjast eftir því að iðka útiveru við sinn skóla, í stað þess að horfa til Seljaskóla eða Hörðuvallaskóla til að njóta leiktækja og betri aðstöðu.

Okkar Kópavogur! Frábært framtak hjá Kópavogsbæ. Vonandi fá þessar hugmyndir um betri skólalóð fyrir krakkana okkar í Salaskóla gott brautargengi.

Frábær hugmynd. Skólalóðin er ófrágengin og þótt til standi að fara í smá framkvæmdir í sumar þarf miklu meira til.

Framkvæmd sem bráðnauðsynlegt er að ráðast í hið fyrsta! Umbætur á skólalóðinni munu klárlega hvetja börnin í hverfinu til meiri útiveru og hreyfingar.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information