Frisbígolf völlur meðfram Kópavogslæknum.

Frisbígolf völlur meðfram Kópavogslæknum.

Reisa mætti 9 holu Frisbígolf völl meðfram Kópavogslæknum með litlum tilkostnaði. Frábær útivist fyrir alla fjölskylduna.

Points

Þessi hugmynd var kosin áfram af íbúum í íbúakosningum haustið 2016. Þær hugmyndir sem voru kosnar áfram verða framkvæmdar fyrir október 2017. Takk fyrir þátttökuna.

FOLF er frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Ódýrt að setja upp völl og lítið viðhald. Völlurinn gæti verið neðan við Dalveginn og legið meðfram Kópavogslæknum.

sem iðkandi í sportinu hef ég ekkert nema góða hluti að segja um sportið. Það er bæði ódýrt og dregur fjölskyldur og vini saman. einnig að hafa vatn nálægt gerir sportið bara mun skemmtilegra og meira krefjandi. Svona til að enda þetta áfram frisbígolf. :D

Færanlegur völlur var settur upp þarna fyrir nokkrum árum með góðum árangri. Skemmtilegt svæði sem býður upp á skemmtilegt sport. Umferð gangandi og hjólandi hefur ekki reynst vandamál á öðrum völlum og ætti ekki að gera það hér heldur.

Ekkert nema jákvætt að fá fleiri frisbí velli! Skemmtun fyrir alla í fjölskyldunni.

Snilldar hugmynd að setja upp folf völl þarna á þessum yndislega stað😄😄

Er það ekki svolítið vesen ef frisbíið fer í eða yfir lækinn? Líka töluverð umferð bæði gangandi og hjólandi þarna á sumrin, sé ekki að það sé nóg pláss til að athafna sig án þess að vera fyrir.

Frábær hugmynd. Ódýrt og byrjendavænt sport fyrir unga sem aldna. Það er hvergi hægt að gera neitt án þess að 'vera fyrir'. Afhverju eru þeir sem spila íþróttir meira fyrir heldur en annað fólk? Fólk á að geta verið saman í almenningsgörðum.

Þetta er snilldar staðsetning, æðislegt umhverfi og folf vellir eru langt í frá að vera lýti á staðsetningunni. Gott dæmi um það er Klambratún, þar er einnig mikil umferð af gangandi og veit ég ekki til þess að neinn kvarti. Það er ekkert vesen ef diskur fer yfir eða ofan í lækinn, þá er bara að vaða út í og sækja. Ef völlurinn er hannaður með það í huga að vera ekki fyrir gangandi, þannig að það sést vel af teig hvort það sé einhver að koma þá er þetta ekkert mál. Látum verða af þessu.

Ég bjó í hlíðarhjalla sem barn og mikið hefði ég elskað að hafa frisbee völl þarna. það ætti að vera auðvelt að koma upp völl þarna sem hefur lítil áhrif á göngustíga og því alveg gráupplagt.

frábær hugmynd hef oft hugsað um að það þyrfti að koma völlur þarna

Mjög góð hugmynd að mínu mati. Þetta er mjög fjölskylduvænt sport og geta flestir frá 2 til 100 ára spilað frisbígolf. Þar fyrir utan er þetta ódýrt og er hægt að byrja að stunda þetta með kaupum á einum disk fyrir 2.000 kr. Þar fyrir utan er hægt að stunda þetta allann ársins hring og myndi völlurinn því vera að nýtast fólki allt árið. Ég myndi fagna því ef það myndi koma völlur í Kópavogi og hvað þá á þessum stað. Sé fyrir mér að þessi staður myndi fyllast af enn meira lífi en er nú þegar.

Frábær hugmynd. Frábært svæði fyrir folf og kostnaður lítill

Ég spila mest á velli sem er í skógræktinni á Akranesi. Þar eru brautirnar þröngar og oft umferð fólks sem er í annarri útivist/afþreyingu. Spilarar í Frisbí taka alltaf tillit til annarra, láta vita af sér og leyfa vegfarendum að vera í forgangi þegar umferð er. Sé ekki að takmarkað pláss sé vandamál fyrir Frisbígolfvöll þar sem á annað borð er hægt að koma honum fyrir.

Til þess að svara Júlíusi Þór sem kom með mótrök þá er mjög algengt að vellir séu við læki (í Fossvogi og við Ölduselsskóla t.d.) og lækirnir einfaldlega hluti af vellinum eins og í golfi. Flestir vellirnir á Íslandi eru á fjölförnum stöðum eins og í almenningsgörðum og er reynt að hanna þá svo þeir trufli ekki aðra - þó þetta sé auðvitað góð ábending og nauðsynlegt að hafa í huga við hönnunina. Bestu rökin með velli finnst mér vera hversu ódýrt, fjölskylduvænt og byrjendavænt sportið er.

Þetta er frábær hugmynd á frábæran stað, mæli með þessu, kostar mjög lítið miðað við notagildi og er frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Hefði verið æðislegt að hafa svona völl þarna þegar ég var að alast upp.

Væri virkilega gaman að sjá þetta fallega svæði nýtt í þetta samhliða öðru. Það er rétt sem nefnt hefur verið að þarna er bæði sumur og vetur nokkur umferð bæði gangandi og hjólandi en það væri bara til að auðga mannlífið í þessu fallega dalverpi að bæta frisbígolfinu við, því núna fara þarna margir um, en færri staldra við.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information