Gönguleið ónýt

Gönguleið ónýt

Það væri gaman að fá þessa gönguleið á milli Lundarbrekku og Selbrekku lagaða. Það eru mörg ár síðan að þessi göngustígur varð gjörsamlega ónýtur og það sama á við um tröppurnar sem þarna eru. Þetta er frekar subbulegur göngustígur og tröppurnar þarna eru ekki til fyrirmyndar. Allt þarna í kring er svo fínt og flott. Það er eins og að þetta hafi gleymst.

Points

Þessar tröppur sem eru þarna eru algjörlega ónýtar og göngustígurinn er alveg farinn. Töppurnar eru hættulegar þær eru svo skakkar og skældar einnig standa upp járnstykki hér og þar. Handriðin eru alveg handónýt. Þarna fara fjölda barna á hverjum degi á leið til og frá skóla og þetta er ekki boðlegt. Búið að benda á þetta áður og þá var lofað að skoða þetta en ekkert hefur gerst.

Þessi hugmynd var ekki kosin áfram af íbúum í íbúakosningu haustið 2016. Hægt er að fylgjast með framkvæmdum verkefna sem hlutu brautargengi í kosningu á heimasíðu Kópavogsbæjar. Takk fyrir þátttökuna.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information