Aðgreina þarf leiðir gangandi og akandi í Lindasmára.
Ökutækjum er lagt í gönguleið svo að skólabörn og aðrir verða að ganga á akbraut (sjá óbrotna rauða línu á mynd). Oft tekst ekki að ryðja gönguleiðina að vetri vegna ökutækja. Bílum er lagt á milli trjábeða sem eiga að aðskilja þessar leiðir. Einfalt og ódýrt er að fjölga trjábeðum og leysa vandann.
Þessi hugmynd var ekki kosin áfram af íbúum í íbúakosningu haustið 2016. Hægt er að fylgjast með framkvæmdum verkefna sem hlutu brautargengi í kosningu á heimasíðu Kópavogsbæjar. Takk fyrir þátttökuna.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation