Kaldur pottur í Kópavogslaug

Kaldur pottur í Kópavogslaug

Bæta við köldum potti/keri í Kársneslaugina

Points

Það er mikilvægt fyrir íþróttafólk að geta kælt niður vöðva eftir t.d. langhlaup eða langa hjólatúra. Sundlaug Kópavogs er miðpunktur æfinga þar sem íþróttahópar byrja og enda sínar æfingar og þess vegna til mikilla bóta að þessi ört vaxandi hópur hafi aðgang að köldum potti í okkar frábæru laug.

Mikið af íþróttafólki sækir Kópavogslaugina, það fólk myndi nýta sér kaldan pott því köld böð flýta fyrir endurheimt. Margar aðrar laugar hafa sett upp slík ker og yrði það til mikilla hagsbóta fyrir sundgesta.

Góð hugmynd. Huga þarf að því að auðvelt sé að komast í og úr pottinum. Sumir eiga erfitt með að klifra ofaní ker, t.d. þeir sem hafa nýlega fótbrotnað. Kælingin er kærkomin á bólgin fót en klöngur óráðlegt.

Tek heilshugar undir þessa hugmynd. Á ekki að þurfa að fara upp í Salalaug til þess að komast í kaldan pott.

Frábær hugmynd sem ég styð 100% en þetta kar mætti vera stærra en það sem er i Salalaug svo að fleiri en 1 geti notið í einu. Til dæmis með því að setja nokkur fiskiker saman og hafa kalt vatns streymandi. Ódýr en þægileg lausn

Frábær hugmynd, þetta er það eina sem ég sakna frá því að ég flutti úr Vesturbæ Reykjavíkur yfir í Vesturbæ Kópavogs. Kaldi potturinn í Vesturbæjarlaug er mjög mikið notaður. Algjör heilsubót að skella sér í þennan pott. Jafnvel væri hægt að nota annan heita pottinn sem er til staðar í syðri endanum undir kaldan pott og hafa hinn enn í 42°C.

Tek undir að það væri frábært að hafa aðgengi að köldum potti í Kópavogslauginni eftir góða æfingu.

Þetta væri frábært framtak. Alveg nauðsynlegt að komast í þægilegt kalt bað eftir erfiða æfingu.

Kaldur pottur eða ker er núorðið sjálfsagður hlutur í hverri laug og væri mikið til bóta ef Kópavogslaug kæmi upp einum slíkum.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information