Ræktin utandyra

Ræktin utandyra

Hér er um að ræða tæki sem bæði ungir sem aldnir geta notað og hafa slegið í gegn víðsvegar um heiminn. Engin lóð eru notuð og því þarf aldrei að skipta raunverulega um þyngd. Í þess stað notar tækið þyngd þess sem notar tækið. Tækin eru fjölbreytt og auðvelt að velja t.d. sex gerðir og svo bæta við síðar ef þetta reynist vel. Tækin þola Íslenskt veðurfar og því er það engin fyrirstaða.

Points

Heilsueflandi samfélög líkt og bæjarfélög eiga að auka vellíðan bæjarbúa með því að hvetja og bjóða uppá heilsueflandi kosti. Hér er tækifæri á að bjóða uppá útiveru og heilsueflandi tæki sem bæjarbúar þurfa ekki að greiða mánaðargjald til þess að nýta. Þeir sem fara í göngutúr eiga eftir að stoppa við og nýta sér tækin þótt það yrði í stuttan tíma í einu. Eldra fólk sem hefur lítið milli handanna mun að öllum líkindum nýta sér þessi tæki einnig.

Þessi hugmynd var ekki kosin áfram af íbúum í íbúakosningu haustið 2016. Hægt er að fylgjast með framkvæmdum verkefna sem hlutu brautargengi í kosningu á heimasíðu Kópavogsbæjar. Takk fyrir þátttökuna.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information