Taka forystu í flokkun sorps

Taka forystu í flokkun sorps

Það ætti að gera öllum kleift að flokka allt sorp og safna moltu, hvort sem fólk á bíl eða ekki. Bærinn gæti verið leiðandi í sorphirðumálum og sótt alla flokka til íbúa eða amk bjóða uppá fullkomna grendargáma í öllum hverfum. Í Kamikatsu í Japan er stefnt að því að hætta að nota landfyllingar árið 2020. Þó svo að í Kópavogi séu fleiri íbúar af hverju ætti ekki að vera hægt að setja markið svona hátt? https://www.youtube.com/watch?v=eym10GGidQU

Points

Við höfum ekki efni á öðru en að fara virkilega að taka á meðferð sorps og Kópavogur gæti verið leiðandi.

Umhverfismál eru mikilvægustu málin sem mannkynið stendur frammi fyrir í dag. Flokkun sorps og endurvinnsla skipta gríðarlegu máli og innleiða þarf hugafarsbreytingu þar sem hætt er að líta á sorp sem úrgang. Sorp er hráefni. Kópavogur má ekki láta sitt eftir liggja og mikilvægt er að næstu skref í flokkun sorps séu tekin sem fyrst.

Vantar ílát undir plast. Auðvita á að flokka sorp, sem er ekkert mál.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information