Aðstaða í leikskólum fyrir kerrur og barnahjól

Aðstaða í leikskólum fyrir kerrur og barnahjól

Bæta aðstöðu við leikskóla þannig að foreldrar geti komið gangandi með börnin sín í kerru (eða börnin hjólandi) og skilið kerruna/barnahjólið eftir. Foreldrar geta þá gengið í sína vinnu eða hjólað/tekið strætó án þess að fara heim fyrst til að skilja kerruna/barnahjólið eftir - sem er síðan sótt eftir vinnu til að fara aftur með í leikskólann. Það er engin aðstaða í leikskólum til að geyma kerrur, nema kannski 1-2 með sérstöku samþykki.

Points

Þetta er lýðheilsu- og umhverfissjónarmið. Stuðlar að því að fleiri gangi í leikskólann, sem bætir loftgæði við leikskólann. Hvetur foreldra og börn til meiri hreyfingar. Aðstaðan gæti falist í lokaðri grind inná leikskólalóð, svo börnin komist ekki inn og minnkar líkur á stuldi heldur en ef aðstaðan er fyrir utan lóðina. Kostur ef væri með þaki svo kerrur og hjól séu ekki blaut fyrir heimferðina. Flestar leikskólalóðir eru með ónýttum svæðum og þarf ekki að taka mikið pláss (kannski 8-15 fm)

Myndi vilja sjá þetta gert í öllum leikskólum bæjarins, þe smá skýli með hjólagrindum sem einnig væri hægt að nota fyrir kerrur og sleða/snjóþotur.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information