Það væri æðislegt að setja sand á smá svæði við Elliðavatn og gera ylströnd. Þar sem væri hægt að vera í sólbaði og krakkar að busla í vatninu kannski með fötu, skóflu og veiðistöng. Svæði sem foreldra geta setið / legið á teppi og krakkarnir verið að veiða. Kannski einhver leiktæki?
Þetta er yndislegur staður sem mætti nota meira. Og það eru ekki margir staðir við vatnið sem maður getur sett teppi án þess að vera í einhverjum hólum eða mýri, og notið þess að horfa á börnin leika. Eða þar sem þau geta verið að buslað.
Það er meira að segja fullkominn staður vestan megin við vatnið fyrir svona strönd. Heyrði að þetta hafi verið á planinu í upphafi þegar hverfið var að byggjast upp en að þetta hafi svo dottið uppfyrir. Styð þessa hugmynd 100%
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation