Leiksvæði og útigrill í Fossvogsdal

Leiksvæði og útigrill í Fossvogsdal

Að setja upp leiktæki, útigrill, borð og bekki í Fossvogsdal í anda þess sem finna má í Kjarnaskógi á Akureyri, og í smærri mynd á Klambratúni. Fjölskyldur geta komið saman, grillað og notið náttúrunnar. Börn geta leikið sér, og svæðið myndi eflaust nýtast skólum og leikskólum vel. Dæmi um leiktæki væru t.d. aparóla, kastali með stórri rennibraut og risa dekkjaróla eins og finna má í Kjarnaskógi.

Points

Aðstaða sem þessi myndi gera fóli kleyft að njóta Fossvogsdalsins betur. Koma þar saman og dvelja um stund en ekki bara ganga eða hjóla þar um. Reynsla annarra bæjarfélaga sýnir að svona aðstaða er mjög mikið notuð og bætir lífsgæði íbúanna.

Ef kostnaður við þetta verkefni reynist yfir 20 m.kr hámarkinu sem bærinn hefur sett fyrir einstök verkefni myndi ég vilja sjá áherslu lagða á stór og vegleg leiktæki í námunda við Asparlund. Grill (líkt því sem finna má í Guðmundarlundi), bekkir og borð gætu komið síðar en myndu þó án efa nýtast vel, hvort sem væri fjölskyldum í lautarferð, skólum, leikskólum, sífjölgandi folfspilurum eða vinahópum. Gerum dalinn að útivistarparadís fyrir alla bæjarbúa! :)

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information